Námskeið

Dagar

Námskeið

Uppskriftir
Visa Mastercard

 

Kennslueldhús sælkerans.

Salt Eldhús hefur sannað sig sem skemmtilegur valkostur á íslenskum sælkeramarkaði. Við erum með kennslueldhús  sem býður uppá ótrúlega fjölbreytt úrval matreiðslunámskeiða, þar sem þátttakendur elda sjálfir allan mat frá grunni og taka fullan þátt í matseldinni, frá upphafi til enda.
 
Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi á námskeiðunum hjá okkur. Þeir sem eru að feta sín fyrstu skref á braut matgæðingsins ættu ekki  hika við að skrá sig, það sakar hins vegar ekki að búa yfir reynslu á þessu sviði.
 
Við hjá Salti Eldhúsi takmörkum fjölda þátttakenda á hverju námskeiði við 12 - 16 manns. Þannig fær hver og einn góða kennslu og allir þátttakendur vinna hverja uppskrift frá grunni. Við leggjum áherslu á ferskt og gott hráefni, góða kennslu helstu sérfræðinga á sínu sviði og frammúrskarandi aðstöðu. 
 
Í lok hvers námskeiðs þar sem matseðill er eldaður sláum við upp veislu í borðstofunni þar sem við komum til með að njóta afraksturins með glasi af góðu víni.

 

Salt Eldhús ehf - Þórunnartúni 2 - 105 Reykjavík - Sími/Tel +354 551 0171 - info@salteldhus.is 

 

Fréttabréf

Nafn

Netfang